Afþreying

Stórbrotin náttúrufegurð einkennir Snæfellsnes og í boði er fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa. Hægt er að hafa bækistöð í gistiheimilinu Kasti og fara þaðan í ýmsar skoðunarferðir.

2008_0810danm20080515[1] 180552_101589039920725_100002088877523_12238_5421275_n[1]

Næsta nágrenni:

Kast stendur gegnt félagsheimilinu Lýsuhóli þar sem einstaka sundlaug með ölkelduvatni er að finna. Vatnið er frægt fyrir nærandi mátt sinn á húð.

Vatnasvæði Lýsu liggur meðfram þjóðveginum í landi Lýsudals að hluta en þangað er aðeins um 2 mín. akstur. Þar er hægt að veiða lax, silung og sjóbirting.

Stutt er í næstu áhugaverðu staði en náttúruperlan Búðir er um 15 km vestar og hinn forni kirkjustaður Staðarstaður er um 10 km austan við Kast.

Ef gengið er upp Lýsuskarð frá Kasti er komið að Lýsu sem er lítið vatn þar sem veiðst hefur silungur. Hægt er að ganga áfram ómerkta leið, þvert yfir fjallið og til Grundarfjarðar en það er um 4-6 tíma gangur.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einnig í næsta nágrenni með heillandi náttúru og merkum sögulegum minjum. Sérstaða þjóðgarðsins felst í nálægðinni við sjóinn og samspili mannlífs og náttúru. Þar er meðal annars að finna minjar um verstöðvar frá fyrri tíð. Yfir þjóðgarðinum trónir svo hinn mikilfenglegi Snæfellsjökull sem er sveipaður dulmagni og orku. Yfir sumartímann eru daglegar snjósleða- eða troðaraferðir á Snæfellsjökul, allt frá því snemma að morgni og fram að miðnæturferðinni sem er ólýsanleg upplifun að sumarlagi.

1773[1] jokull[3]

Veiðiferðir:

Vatnasvæði Lýsu er í göngufjarlægð frá Kasti. Sjóstangaveiði er frá Arnarstapa og með Sæferðum frá Stykkishólmi.

Bílferðir:

Hægt er að aka frá Kasti til Ólafsvíkur og þaðan í hringferð umhverfis Snæfellsjökul meðfram sjávarsíðunni. Jökulhálsvegurinn er opinn öllum bílum á sumrin og liggur frá Hellnum/Arnarstapa yfir í Ólafsvík. Við rætur Stapafells er Sönghellir, sem Bárður Snæfellsás bjó í meðan hann byggði bæ sinn á Laugarbrekku á Hellnum og notaði síðan til ráðagerða með mönnum sínum. Hellirinn er hvelfing, þar er mikið bergmál og á veggjum hans er að finna áletranir allt aftur til ársins 1753.

Til Ólafsvíkur um Fróðárheiði eru um 30 km og út á Arnarstapa eru 30 km. Til Borgarnes eru um 90 km og til Reykjavíkur um 160 km eða 2 tíma akstur.

Fjöruferðir:

Fjaran frá Hellnum að Arnarstapa er friðlýst og er náttúran þar stórbrotin og fuglalíf fjölbreytt. Tilvalið er að fara þar í gönguferðir.

Við Búðir er falleg hvít sandfjara sem gaman er að ganga um og safna skeljum og steinum.

Siglingar:

Sæferðir í Stykkishólmi bjóða upp á fjölbreyttar siglingar um Breiðafjörðinn, m.a. barnaferðir, dagsferðir til Flateyjar, náttúru- og fuglaskoðunarferð um Breiðafjörð og svo mætti áfram telja.

Golfvellir:

Fjórir golfvellir eru á Snæfellsnesi. Við Langholt skammt frá Kasti, í Ólafsvík, Suður-Bár nálægt Grundarfirði og í Stykkishólmi.

Hestaleigur:

Kast Guesthouse býður upp á eins til þriggja klukkustunda langar ferðir alla daga. Mæting er 15 mín fyrir brottför.

Það er fátt skemmtilegra en að njóta náttúrunnar á hestbaki og tilvalið fyrir ferðamanninn að hvíla bílinn og upplifa íslenska hestinn.

Einnig er í boði ferðir fyrir hópa. Við útvegum ekki reiðfatnað en að sjálfsögðu hjálma.

Leiðsögumaður er með í öllum ferðum.

2024[1] 180792_101607256585570_100002088877523_12348_8088111_n[1]

Selir:

Við Ytri-Tungu í Staðarsveit er yfirleitt hægt að sjá seli á klöppunum undan landi. Þar er auðvelt aðgengi fyrir alla.

Fuglar:

Í klettunum við Hellnafjöru er mikið fuglavarp og auðvelt er að fylgjast með fýl, ritu, stuttnefju og langvíu. Stórkostlegt fuglabjarg er einnig við Svalþúfu og á Öndverðarnesi. Eitt stærsta kríuvarp í heimi er að finna milli Hellissands og Rifs, auk þess sem verulegt kríuvarp er á Arnarstapa og á Hellnanesi. Á vötnum og tjörnum í Staðarsveit og við Rifsós verpa ótal tegundir vaðfugla, sumar mjög sjaldgæfar. Sæferðir í Stykkishólmi bjóða einnig upp á fuglaskoðunarsiglingu um Breiðafjörðinn.

Hvalir:

Út af Snæfellsnesi eru einhver bestu skilyrði í heimi til að skoða hvali, bæði steypireið og búrhval, einhver stærstu dýr jarðar, auk minni hvala eins og háhyrnings og hnísu.

Sundlaugar:

Lýsuhólslaug: Má þar fyrst nefna Lýsuhólslaug sem er gegnt Kasti í um tveggja mínútna göngufjarlægð. Í lauginni er náttúrulega heitt ölkelduvatn, beint úr jörðu. Það er mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi. Engum efnum, svo sem klór, er blandað í vatnið. Sundlaugin í Stykkishólmi er útisundlaug með 57 m vatnsrennibraut, sem er önnur lengsta rennibraut landsins, vaðlaug og tveimur heitum pottum, 12 m innilaug sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug. Í heitupottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmisskonar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis. Sundlaugin í Ólafsvík er 12,5 m innilaug með heitum potti. Við sundlaugina er íþróttahús, knattspyrnuvöllur, gervigrasvöllur, leiktæki og stutt í alla þjónustu.

Söfn:

Á Snæfellsnesi er að finna ýmis söfn. Á Hellissandi er Sjóminjasafn, í Ólafsvík svæðisminjasafn í Pakkhúsinu og Fiskasafn með sjávarlífi Breiðafjarðar, í Grundarfirði er Sögumiðstöð, í Bjarnarhöfn er Hákarlasafn og í Stykkishólmi er Norska húsið.

2008_0810danm20080642[1] 1571[1]

Hestaleiga

kast Guesthouse s:4215252 og 6934739

Hákarlaverkun

Helgafellssveit: Bjarnarhöfn s: 438-1581

Jöklaferðir

Arnarstapi: Snjófell, s:435-6783 og 854-5150

Reiðhjólaleiga

Arnarstapi: Snjófell, s:435-6783 og 854-5150

Útsýnisferðir

Snæfellsnes: s: 561-8000 fax: 561-8008 Vegamót Snæfellsnes s: 435-6690

Söfn

Sjómannagarðurinn Hellissandi s: 436-6784 og Pakkhúsið Ólafsvik s: 436-1543

Upplýsingar

Arnarstapi: Snjófell s: 435-6783 Pakkhúsið i Ólafsvik s: 436-1543

Golf

Langaholt, 9 holu, s: 435-6789 Ólafsvik, 9 holu s: 436-1666 Grundarfjörður: 9 holu s: 438-6815 Stykkishólmur: 9 holu s: 438-1075

Sundlaugar

Laugagerðisskóli s: 435-6600 Lýsuhóll s: 435-6730 Hellissandi s: 436-6710 Ólafsvik s: 436-1199