Gistiheimili á Snæfellsnesi

Stórbrotin náttúrufegurð einkennir Snæfellsnes

Leiðbeiningar að staðsetningu

Gestahúsið okkar er staðsett suður við snæfellsnes.

Afþreying

Fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa

Heyrðu í okkur

Við erum alltaf til taks

Myndagallerí

Fegurð í hámarki

staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi

Á Gistiheimilinu Kasti eru 23 uppábúin tveggja manna herbergi 2 þriggja manna og 2 fjölskyldu herbergi. Herbergin eru rúmgóð og því er auðveldlega hægt að bæta við fleiri rúmum og gera þau að fjölskylduherbergjum. Gengið er inn í stærri herbergin utan frá, þau eru með sérbaðherbergi með sturtu. Minni herbergin nýta sameiginlegan inngang, tvö og tvö. Þau nýta einnig á sama hátt baðherbergi með sturtu.

Gistiheimilið Kast tók til starfa um mitt ár 2011 og er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það stendur við rætur Lýsuskarðs sem er fagurt skarð milli Lýsuhyrnu austan megin og Ánahyrnu að vestanverðu.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur

Gistiheimilið er með glæsilegan veitingasal sem rúmar 50 manns. Þar er boðið upp á ýmsa létta rétti og kræsingar sem gerðar eru frá grunni í eldhúsi Kasts. Staðgóður morgunverður er í boði frá kl. 7-10 alla morgna. Ljúffengur hádegisverður er í boði frá kl. 11-13 og það er hægt að panta rétti dagsins til kl. 20 alla daga.

Einnig er hægt að panta nesti og taka með úr eldhúsi.

Stórbrotin náttúrufegurð einkennir Snæfellsnes og í boði er fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa

Hægt er að hafa bækistöð í gistiheimilinu Kasti og fara þaðan í ýmsar skoðunarferðir.

  • Veiðiferðir við vantasvæði lýsu
  • Bílferðir um snæfellsnes
  • Fjöruferðir frá hellnum að Arnarstapa
  • Siglingar í Stykkishólmi
  • Golf á golfvöllum á snæfellsnesi
  • Hestaferðir á hverjum degi
Taktu þér frí

Bókaðu núna!

Hafa samband