Um Okkur

kast-5

Gistiheimilið Kast tók til starfa um mitt ár 2011 og er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það stendur við rætur Lýsuskarðs sem er fagurt skarð milli Lýsuhyrnu austan megin og Ánahyrnu að vestanverðu.

Á Gistiheimilinu Kasti eru sextán uppábúin tveggja manna herbergi. Herbergin eru rúmgóð og því er auðveldlega hægt að bæta við fleiri rúmum og gera þau að fjölskylduherbergjum. Gengið er inn í stærri herbergin utan frá, þau eru með sérbaðherbergi með sturtu. Minni herbergin nýta sameiginlegan inngang, tvö og tvö. Þau nýta einnig á sama hátt baðherbergi með sturtu. einnig bjóðum við upp á svefnpokapláss í tveim fjögurra manna herbergjum þar er eldunnar aðstaða og salernis aðstaða. Hægt er að kaupa nettengingu í móttökunni.

kast1-2

Gistiheimilið er með glæsilegan veitingasal sem rúmar 50 manns. Þar er boðið upp á ýmsa létta rétti og kræsingar sem gerðar eru frá grunni í eldhúsi Kasts. Staðgóður morgunverður er í boði frá kl. 7-10 alla morgna. Ljúffengur hádegisverður er í boði frá kl. 11-13 og það er hægt að panta rétti dagsins til kl. 20 alla daga. Einnig er hægt að panta nesti og taka með úr eldhúsi.

Við Kast er stórt og gott tjaldsvæði og kallast svæðið Á Eyrunum. Þar er mjög góð snyrtiaðstaða með sturtum og salernum. Hægt er að kaupa aðgang í þvottavél og þurrkara. Kolagrill er á svæðinu. Á tjaldsvæðinu er einnig rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi.

Starfsfólk Gistiheimilisins Kasts hlakkar til að taka vel á móti ykkur.

P7310255